Færsluflokkur: Bloggar
3.7.2007 | 20:30
Glæsilegt
Já, þetta er sannarlega glæsilegt hjá þessari ungu og efnilegu stúlku og óska ég henni svo sannarlega til hamingju með sýninguna. Mér þykir leitt að komast ekki á sýninguna til að sýna þann stuðning í verki.
Ég get nú samt ekki á mér setið svona í framhaldi af fyrri skrifum mínum að geta þess hér að hin bráðduglega og myndarlega stúlka, Særós Mist mun vera dótturdóttir Eyvindar P. Eiríkssonar Vestfjarðargoða (og fyrrum konu hans Margrétar) enda myndarstúlka eins og sú ætt öll.
Þið sjáið að Arnardalsættin hefur getið af sér margt gott og listfengið fólk
Fimmtán ára fatahönnuður heldur sýningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 18:59
Vegir og vegleysur
Þar eð ég ók þessa leið um Búðardal og Tröllatunguheiði á leið minni á Hamingjudaga á Hólmavík nú um helgina tók ég eftir því að vegurinn hefur aðeins skánað frá því sem var en alls ekki nóg.
Tröllatunguheiði hefur löngum verið þekkt fyrir sína forarpytti þar sem menn sátu oftsinnis fastir í bílum sínum ef enginn var til að draga þá upp, nú eða til að senda út að ýta. Þrátt fyrir mikinn þurrkatíma undanfarið og gífurlegt ryk þá voru bleytupollar á þeim stöðum sem þekktir eru fyrir það að verða að téðum forarpyttum.
Fræg er sagan af því þegar Geiri keila var að ferja hóp fólks frá Ísafirði á leið á dansleik á Sævangi og festi rútuna í drullupytti á Tröllatunguheiði. Þá þurftu menn að fara út að ýta en þar eð þeir voru sparibúnir brugðu sumir á það ráð að fara úr fötunum frekar en að mæta haugdrullugir á ball og upp náðist rútan. Þetta er eitt af þeim atvikum sem væri ómetanlegt að eiga á mynd, menn eins og Tryggvi langi og fleiri mætir Ísfirðingar á nærbuxunum á kafi í drullunni á meðan konurnar óuðu og æjuðu. Já svona voru ævintýri þess tíma, fyrir tíma gsm síma og digital myndavéla.
Binda miklar vonir við heilsársveg um Tröllatunguheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 18:07
Hamingjudagar
Já, það eru alltaf hamingjudagar þegar gott er veður hvar sem maður er staddur en að þessu sinni voru sólríkir hamingjudagar á Hólmavík.
Nokkuð var um unglinga að skemmta sér á svæðinu með tilheyrandi drykkju og látum en okkar hópur varð varla var við það, fréttum samt af fólki sem pakkaði saman og yfirgaf svæðið á laugardeginum enda ekki heppilegt að blanda saman fjölskyldufólki og unglingum á einum og sama grasblettinum.
Heilmikil dagskrá var á laugardeginum og setti ég örfáar myndir af því í albúmið ef einhver hefur áhuga. Einnig var skemmtidagskrá á sunnudeginum í Sævangi þar sem nú er sauðfjársetur í stað dansleikjahalds hér áður fyrr. Þar voru haldnir Furðuleikar þar sem keppt var í greinum eins og ruslatínslu, öskurkeppni, kvennahlaupi með frjálsri aðferð og skítkasti svo eitthvað sé nefnt. Kvennahlaup þetta fer þannig fram að eiginmenn bera konur sínar ákveðna vegalengd en sá vinnur sem fyrstur kemur í mark með konu sína og kefli sem þeir þurfa að taka upp miðja vegu. Lokaatriði dagsins var svo þegar framkvæmdastjóri hamingjudaga, Bjarni Ómar Haraldsson var klæddur í svartan ruslapoka og stillt upp fyrir framan stóran dall af drullumalli þar sem keppendur biðu eftir sínu tækifæri til að henda skít og reyna að hitta í manninn. Mér skilst að hittni þátttakenda hafi verið betri í ár en þau fyrri.
Ég get nú ekki sagt að ég hafi farið óhamingjusöm til Hólmavíkur en ég er að sjálfsögðu mun hamingjusamari nú að hátíðinni lokinni, þó ekki nema bara fyrir hvað ég er orðin brún og sæt...
Hólmvíkingar og aðrir hamingjusamir, takk fyrir mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2007 | 09:02
Helgin framundan
Nú er framundan sumarhelgi og hvað er betra en að skella sér í útilegu (já enn eina, ég fæ aldrei nóg) en að þessu sinni er ég að hugsa um að halda mig nærri mannabyggð. Ég er að hugsa um að skella mér á Hamingjudaga á Hólmavík en það er eitthvað sem ég hef ekki gert áður.
Ég sit hérna klukkan að verða níu að morgni og hugsa með hryllingi til þess að ef ég hangi lengur heima missi ég af þessu fína sólskini svo ég ætla að skúra snöggvast yfir gólfið heima hjá mér (svo það verði gaman að koma heim aftur) og drífa mig í næstu sundlaug til að njóta sólarinnar sem best áður en komið er að því að fleygja sér upp í jeppann og bruna af stað.
Ég er því farin hér og nú í blogghelgarfrí. Ég þakka þeim sem litið hafa hér við og bloggvinir kærir: Ef þið skellið ykkur á Hólmavík og finnið mig þar, skal ég bjóða upp í dans Ef ekki þá ,,sé" ég ykkur bara eftir helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.6.2007 | 08:49
Flottir á því
eða þannig sko.
Það versta er að ef vegfarandinn hefði ekki átt leið um sæti eigandinn uppi með sárt ennið. Ég mun aldrei geta skilið af hverju einhver getur hugsað sér að fara svo illa með aðra manneskju að hann eyðileggi fyrir öðrum, steli af honum eigum hans, drepi hundinn eða berji til óbóta.
Skortur á virðingu fyrir öðrum og eigum annarra og umburðarlyndi gagnvart öðrum er það sem mest skortir í dag.
Gerðu ekki öðrum það sem þú vilt ekki láta gera þér og kennum börnunum það líka.
Innbrot um miðjan dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.6.2007 | 00:11
Hvaðan
lagði skipið úr höfn?
Af hverju er þess ekki getið í fréttinni?
Bátafólk á íslensku skipi á Miðjarðarhafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2007 | 23:48
10000
Það eru aldeilis heimsóknirnar sem ég hef fengið hér í dag 1136 flettingar og miðnætti skammt undan. Það þýðir að einungis vantar örfáa til að tíuþúsundasti gesturinn mæti.
Kíktu endilega á tölun neðst þar sem stendur frá upphafi og ef þú ert nr 10,000 máttu gjarnan kvitta í gestabókina fyrir aðnjótandi heiður
Viðbót rétt eftir miðnætti: Flettingar gærdagsins voru 1176 og gestafjöldi á miðnætti 10,029
Þetta gerðist miklu hraðar en ég hefði getað ímyndað mér, á einu augnabliki fór talan frá því að vera 9995 í 10024.
Takk ágætu gestir fyrir heimsóknirnar.
Bloggar | Breytt 29.6.2007 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.6.2007 | 22:41
Fæddist?
Ég myndi vilja sjá þá konu sem fæddi ungviði af þessari stærðargráðu....
En án gríns, samkvæmt íslenskum hefðum og tungutaki fæða konur börn, hryssur kasta, ær bera og svo framvegis. Mér þykir það heldur fátæklegur orðaforði hjá borgarbúum að tönnlast á því endalaust að skepnur fæðist, fyrir nú utan hvað áum okkar hefði þótt það skammarlegt áheyrnar.
Þar fyrir utan er þetta skemmtilega skrýtin skepna, hvort sem hún kallast sestur, hebra eða eitthvað allt annað
Einkennilegur sebrahestur í Þýskalandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.6.2007 | 20:14
Ætli hann hefði verið dæmdur...
Úrsmiður dæmdur í fangelsi fyrir að skjóta ræningja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2007 | 19:36
Ótrúlega óforskammað
Par grunað um að reyna að kúga fé af foreldrum Madeleine McCann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar