Færsluflokkur: Bloggar

Skyldu þeir vera á sömu launum og okkar fólk?

Það dugir sem sagt ekki til að bjarga málunum að senda fangana úr fangelsunum í umönnunarstörfin eins og sagt var frá um daginn?  Kannski þeir fari næst í að senda þá eldri borgara sem mesta umönnun þurfa í innlögn í fangelsin til að gera þetta auðveldara...  

Kannski ummönnunarstörf séu betur launuð...  (Þetta er nú pínu ljótt af mér því þarna er bara lítil ásláttarvilla) 

En hvernig ætli við stöndum launalega séð í samanburði við þá sem þarna eru að mótmæla lágum launum sínum? 


mbl.is Verkföll fólks í ummönnunarstörfum breiðast út í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólíklegt í meira lagi.

Ég sé ekki fyrir mér að slíkt muni ganga eftir.  Loftslagsbreytingar eru staðreynd en orsök og afleiðing er enn mjög umdeilt efni í vísindaheiminum og ég sé ekki fyrir mér að iðnaðarríkin keppist um að játa á sig sök.

En ég get ekki láð Grænlendingum fyrir að reyna. 


mbl.is Grænlendingar vilja bætur vegna loftslagsbreytinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarsmellurinn kominn?

Nú ættu menn að hætta að gráta einhverja sumarsafndiska sem verða ekki gefnir út meir og snúa sér að Ljótu hálfvitunum í staðinn.  Elsku afi er ekkert síðri sumarsmellur en hvað annað Wink

Það er líka alveg yndislegt að heyra þá bera fram nafn hljómsveitarinnar,  I love it....   Er nefnilega ekki að norðan en það kemur í sjálfu sér engum á óvart held ég...


mbl.is Hálfvitaleg plata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta einhverskonar getraun?

Vatnið sem hleypt er af lóninu er tekið 5 metrum fyrir neðan intaksopið virkjunarinnar eða í 525 metrum yfir sjávarmál svo ekki er um að ræða vatn í botni lónsins.

 

Er vinningur í boði ef maður getur bent á allar villurnar í fréttinni?


mbl.is Vatni hleypt úr Hálslóni í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt en...

Við erum orðin ónæm fyrir stríðsfréttum þarna að utan.  Við erum fyrir löngu hætt að átta okkur á því að háu  tölurnar tákna mannslíf.  Lífi venjulegs fólks eins og foreldra okkar, barnanna okkar eytt, drepin og fyrir hvað?  Af hverju?  Veit það einhver lengur?  Eða skiptir það kannski engu máli af því að þetta fólk er af öðrum kynþætti?

Svört, gul, rauð, blá eða hvít, það skiptir ekki máli því við erum öll þannig gerð að það rennur rautt blóð um æðar okkar og öll reynum við að vernda það sem stendur okkur næst.


mbl.is Tuttugu létust í sprengjutilræði um háannatímann í Bagdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski

maður ætti að sækja um Cool og kíkja þar með á fleiri jökla en bara þá íslensku...
mbl.is Leita að Íslendingum til að aka yfir Suðurskautslandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klappi klappi klapp

Húrra...  fullt hús fyrir leikþáttinn "Paris bætir ráð sitt" 

PR (lesist pé err með enskum hreim) fólkið er greinilega að vinna fyrir laununum sínum, en hversu lengi endist iðrunin mikla þegar um er að ræða ljósku sem trúlega er frekar grunnhyggin og sjálfmiðuð.

En á hinn bóginn: Batnandi fólki er best að lifa. 


mbl.is Paris segist vera orðin dauðleið á djamminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það efa ég.

Þegar ég hef átt þarna leið um hefur verið töluverð umferð af ferðafólki, lausum hestum og einnig fólk í skipulögðum hestaferðum um svæðið.  Það er því alls ekki sá friður í firðinum sem ætla mætti.

Ég óska nýjum eiganda til hamingju með kaupin og vona að hann taki vel á móti mér í næsta túr austur... 


mbl.is Stemmningsuppboð í Loðmundarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er þakklát..

fyrir að vera ekki stödd í NY um þessar mundir.    30 stiga hiti án loftkælingar hentar illa fyrir Ísdrottningar...
mbl.is Hundruð þúsunda án rafmagns í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband