Færsluflokkur: Bloggar

Var það ekki...

núverandi formaður sem tók það skýrt fram að maðurinn væri fyrrverandi stjórnarmeðlimur en ekki fyrrverandi formaður?   A.m.k. man ég ekki betur en hún hafi sagt það í viðtali í sjónvarpi nýverið.

Ég viðurkenni samt fúslega að ég þekki ekki til málsins að öðru leyti en því að hafa hlustað á áðurnefnt viðtal við núverandi formann. 


mbl.is Fyrrum formanni Sniglanna vikið úr samtökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já dýr ...

er hver dagur Drottinn minn.

Orðalagið er komið til af því að mér kom til hugar hin smellna staka:

Dýrt er landið Drottinn minn

dugi ekki minna

en vera allan aldur sinn

fyrir einni gröf að vinna.

Eftir Örn Arnarson

 


mbl.is Dæmdur til að borga fyrir veiðiheimildir sem fylgdu báti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arnardalur í Skutulsfirði og gagnslaus fróðleikur.

Þau taka sig vel út brúðhjónin í fjörunni rétt innan við Naustin.   Ísdrottningin óskar þeim innilega til hamingju.

Eins og ég hef reyndar áður sagt í pistli hér á mbl blogginu þá er Arnardalurinn varðaður fjallinu Erninum á annan veginn og Arnarnesinu á hinn.  Á meðfylgjandi mynd sést Arnarnesið í fjarska en ef hægt væri að líta upp á við (til hægri frá sjónarhorni myndarinnar) sæist Ernirinn blasa við nánast beint upp af.  Það er því greinilegt að sá sem skrifar textann er ekki kunnugur staðháttum í Arnardal.

Hjónin nýbökuðu búa í Heimabæ í Arnardal, öðrum bænum af tveimur sem búið er á í dalnum en þau festu kaup á jörðinni af afkomendum fyrri ábúenda, Marvins Kjarvals og Ásthildar Jóhannsdóttur, fyrir aðeins nokkrum árum síðan. Hinn bærinn mun vera Fremrihús en þar býr Katarínus Halldór Matthíasson einn eftir af sínu fólki. 

Á árum áður var fjölmenn og blómleg byggð í Arnardal og minnir mig að þess sé getið í gömlum heimildum að á annað hundrað manns hafi búið í Arnardal laust eftir aldamótin átjánhundruð.  Í dag eru 4 með lögheimili í dalnum en sumarhús standa á þeim jörðum sem fóru í eyði svo tala íbúa margfaldast þar yfir sumartímann. 

Að gamni vil ég geta þess að Eyvindur P. Eiríksson, vestfjarðargoði (og faðir rímu og rapp-bræðranna Erps og Eyjólfs ) er frá eyðibýlinu Holti í Arnardal.

Stór hluti þjóðarinnar er af Arnardalsætt en sú ætt talin út af Bárði Illugasyni (1710-1779) og konu hans Guðnýju Jónsdóttur (1714 dánarár ekki skráð) en undirrituð er afkomandi þeirra í áttunda ættlið.


mbl.is Hálfheiðið og hálfkristið brúðkaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangur misskilningur...

Ég misskildi fréttina og hélt að ef maður væri með nógu stafrænt heimili þá gæti maður keypt varning úr versluninni án þess að þurfa að fara á staðinn.

Ég sá fyrir mér að ég gæti pantað matvöruna í rólegheitum yfir tölvunni og fengið svo huggulegan sendil með varninginn heim að dyrum...

 

En að öðru: Málfarsskoðun dagsins gæti verið orðið versla. Nú til dags tala margir um að fara að versla þegar átt er við að kaupa eitthvað í verslun.  Orðið verslun táknar t.d. að þar á sér stað kaup og sala og að versla með xxxx þýðir að verið er að kaupa og selja xxxx. 

Við, neytendur verslum ekki...  við kaupum. 


mbl.is Verslun fyrir stafræn heimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju

með daginn öll sömul.

Ég vona að þið hafið notið ykkar jafn vel við hátíðahöldin og ég í sólbaðsútilegunni í dag.  Það er alltaf jafn ljúft og gott að komast úr svokallaðri siðmenningu og sleppa villimanninum í sér lausum.

Bráðum, bráðum kemur langþráð sumarfrí...


mbl.is Hátíðahöld hafa gengið mjög vel um land allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að bærinn er fullur af útlenskum her.

Þá verð ég nú að taka bryggjurúnt, Cool  þeir verða svo hissa þegar þeir sjá vel útbúinn fjallajeppa og svo missa þeir yfirleitt andlitið þegar það er kvenmaður við stýrið.  InLove  

Góða helgi gott fólk. 

 


mbl.is Herskipaheimsókn í Reykjavíkurhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki hissa.

Einnota kynslóðin þekkir ekki eðlileg mörk né umgengni.  Virðing fyrir eigum annarra er ekki til.

Kaupum bara nýtt er viðkvæði sem börn þessa samfélags hafa kynnst allt of vel síðustu áratugi.

Vessgú gott fólk, þetta höfum við upp úr því að færa börnunum okkar allt upp í hendurnar í stað þess að láta þau hafa fyrir hlutunum og gefa þeim þannig tilfinningu fyrir verðgildi þeirra.

En þau eru sem betur fer ekki öll svona og sum þeirra eiga eftir að vitkast og þroskast með árunum og batnandi fólki er jú best að lifa.

Hugum betur að uppeldi barnanna sem okkur er falið að gæta því sjaldan launar kálfurinn ofeldið.

(Vá ég sé þegar ég les þetta yfir að ég hljóma eins og eldgömul skrugga  Grin  Gaman að því...) 

Carpe diem

Ísdrottningin 


mbl.is Æla, notaðir smokkar og rotnandi matarleifar tóku á móti gestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sól og sumar og lokað!

Nauthólsvíkin er ekki staður fyrir Ísdrottningar enda ekki vottur af miðbæjarrottu í mér. 

Þegar ég neyðist til að híma í borginni þá held ég mig í úthverfunum (og reyni að sjá ekki inn um gluggana hjá nágrönnunum, það er alveg nóg að vita af þeim) 

Því var það að ég bauð Ísprinsessunni í göngutúr sem átti að enda með busli í Breiðholtslaug enda prýðis veður til þess.  Ekki vildi þó betur til en svo að þar komum við að lokuðum dyrum með miðaræksni á.  Á miðanum stóð: LOKAÐ sundlaugin opnar aftur laugardaginn 16. júní.

Ég spyr eins og kjáni, er ekki hægt að sinna eðlilegu viðhaldi lauganna á vorin eða haustin?  Þarf endilega að klípa af þessum fáu sólar-sumardögum sem við fáum?

Annars bíð ég spennt eftir að komast í mitt árlega útileguvillimannasumarfrí þar sem landið allt verður að sérlegum leikvelli Ísdrottningarinnar einnar (eða svona næstum því;)   Fram að því verða helgarnar að nægja enda mottó sumarsins: Engin helgi heima.   Það tókst ekki alveg en þó eru nú fjórar útilegur að baki en betur má ef duga skal. 

Ánægjulegar útilegustundir.


mbl.is Í sól og sumaryl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

D D D

Dívurnar Diddú og Dísella draumabjargvættir Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Gaman að því.


mbl.is Diddú og Dísella bjarga tónleikum kvöldsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjóðum þeim öllum á stefnumót.

Það var samþykkt svo það hlýtur að bjarga málunum... 

Smáatriði skipta miklu máli í okkar skemmtilega tungumáli.  Við verðum öll að tala sama mál til að skilja hvert annað.

 

Gleðjumst svo yfir rigningunni og mannlífinu, það gæti verið verra... 

kv. Ísdrottningin  


mbl.is Stefnumótum í málefnum barna af erlendum uppruna samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband