Færsluflokkur: Bloggar
4.6.2007 | 18:18
Skrýtið
Að það er ýmist talað um tjaldvagn eða hjólhýsi í fréttum um þetta mál.
Hver skyldi nú hafa rétt fyrir sér og hver rangt?
Hjón sem fundust meðvitundarlaus í tjaldvagni eru á batavegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.6.2007 | 01:15
Betur má ef duga skal.
Mínar heimildir segja að um hjólhýsi hafi verið að ræða en ekki tjaldvagn og sem vön útilegumanneskja tel ég vera himinn og haf þar á milli svo ólíku sé þar saman að jafna.
Ennfremur er töluverður munur á gasleka og ,,komónoxsíðeitrun"
Ég hef heyrt að hjónin séu óðum að jafna sig og vona ég innilega að þau beri engan skaða af.
En ég vil minna fólk á að gæta þess að meðhöndla gas ekki innandyra sé þess nokkur kostur... en sé gas innandyra þá sé ávallt gasskynjari til staðar. Ennfremur vil ég minna á að góð loftun er lífsnauðsynlegur þáttur og mun mikilvægari en hugsanlegt varmatap yfir nóttina.
Það er kannski rétt að geta þess (ef hér eru einhverjir óvanir) að til að halda á sér hita í útilegu eru náttúrulegu efnin ull og dúnn heppilegasti bólfélaginn. Með dúnsæng eða dúnsvefnpoka og ullarsokka ertu kominn með réttu vopnin gegn kulda og vosbúð. Ef þú klæðir þig í ullarsokkana (sumir vilja/þurfa ullarnærfatnað að auki en það er óþarfi) og skríður svo upp í finnur þú fyrir örlitlum kulda rétt á meðan þú ert að koma þér fyrir, svo verður þér fljótlega vel heitt og svo sparkar þú sjálfkrafa af þér ullarsokkunum í svefni þegar þér er orðið of heitt. Sofir þú hins vegar í fötum (algeng mistök eru náttföt, sokkabuxur og bolur, bómull, gerviull og þess háttar) í útilegunni er þér kannski ekki kalt þegar þú skríður upp í en reikna má með að þú haldir því hitastigi út nóttina og verði því kalt þegar líður á. Það er nefnilega kaldast undir morgun.
Ég hef farið í útilegur jafnt sumar sem vetur, jafnt á láglendi sem hálendi, jöklum og víðar og get borið því vitni að þetta er það eina sem að virkar, að vísu hef ég að auki sett upp húfu hafi verið gaddur.
Ekkert væl góðir hálsar: það er ekki til slæmt veður, bara vitlaust klætt fólk...
Góða ferð í fríinu.
Hjón sem fundust meðvitundarlaus í tjaldvagni eru illa haldin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.6.2007 | 21:57
Raunveruleiki
Raunveruleikaþáttur um nýrnagjafa reyndist gabb | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.5.2007 | 16:25
Ég vil minna á...
grein mína frá í nótt: http://isdrottningin.blog.is/blog/isdrottningin/entry/226263
Mér er lífsins ómögulegt að bera nokkra virðingu fyrir Alþingi eða ákvörðunum teknum þar á meðan Árni Johnsen situr þar sem þingmaður.
Síðustu daga hef ég beðið eftir því að það yrði tekið á þessu máli því það hvarflaði aldrei að mér að manninum yrði í raun og veru leyft að setjast á þing, ég hef beðið eftir því að einhver gerði eitthvað í málunum. Ég bíð ekki lengur heldur spyr ykkur, íslenska þjóð.
Ætlið þið að sitja undir þessu þegjandi og hljóðalaust?
Sjálfstæðismenn sem venjulega standa saman í gegnum þykkt og þunnt náðu einungis að fella Árna niður um eitt sæti, aðrir hafa ekki átt nokkurn kost á því að tjá sig um málið. Nú er komið að því að allir fái að tjá sig, sama í hvaða flokki þeir eiga heima. Komum í veg fyrir að fólk missi alla virðingu fyrir sjálfstæðismönnum sem og fyrir Alþingi Íslands.
Maðurinn er annað hvort of hrokafullur eða heimskur til að segja af sér sjálfur svo það er undir okkur komið að benda ráðamönnum á að við ætlum ekki að sætta okkur við að maður sem svindlaði á okkur og laug svo að okkur fái að sitja á þingi rétt eins og ekkert hafi í skorist.
Orð eru til alls fyrst og svo eru athafnir næsta skrefið. Eigum við að taka saman höndum?
Ykkar einlæg
Ísdrottningin
Sturla kjörinn forseti Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2007 | 15:50
Ekki líst mér á.
Hvaða tryggingu hef ég fyrir því að sá sem ,,reykir" slíkt fyrirbæri við hliðina á mér sé bara að eitra fyrir sjálfum sér?
Reyklausar sígarettur væntanlegar í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.5.2007 | 12:40
Merkingin?
Við vitum öll hvað það þýðir þegar konur eru svívirtar af karlmönnum en hvað þýðir það þegar stúlkur svívirða aðrar stúlkur?
Er minn skilningur á orðinu ekki réttur, er blaðamaður að gefa meira í skyn en átti sér stað eða svívirtu eldri stúlkurnar þær yngri?
Reyndar skiptir það ekki öllu máli í þessari sorgarfrétt heldur sú staðreynd að það er eitthvað mikið að hjá einstaklingum sem hegða sér á þennan hátt. Ofbeldi er ekki réttlætanlegt.
Er ekki kominn tími til að draga úr lífsgæðakapphlaupinu og hlúa betur að hornsteini þjóðfélagsins, fjölskyldunni því þannig skilum við fleiri heilbrigðum einstaklingum út í þjóðfélagið...
Að lokum yfir í allt annað: Það er svo sumarlegt um að litast í höfuðborginni nú þegar hún skartar grænum lit gróðurs svona hér og þar.
kv. Ísdrottningin í sumarstuði.
Tveimur 12 ára stúlkum misþyrmt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 12:07
Ef ég lít út fyrir að vera útvinda...
Paula Abdul segist hafa fundið tilgang sinn í American Idol | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 02:55
Íslendingar, halló er enginn heima?
Ég á ekki til orð yfir þá staðreynd að ekki aðeins komst Árni Johnsen á lista sjálfstæðismanna fyrir kosningar heldur náði hann einnig kosningu. Þetta er bara rétt eins og gerist hjá mafíósunum í bíómyndunum.
Einungis þeir sem kusu sjálfstæðisflokkinn gátu strikað yfir nafn Árna á listanum og það gerðu margir, bara ekki nógu margir... Eiga hinir ekkert að hafa um málið að segja?
Ætlum við ekki að hafa eitthvað um málið að segja? Ætlar enginn að segja neitt?
Ætlar enginn að gera neitt?
Erum við orðin svona vön að kyngja þegar ráðamenn ***** sér upp í okkur að við bliknum ekki einu sinni við að kyngja óhroðanum, hvað þá að brosgeiflan skekkist á meðan við stynjum: Ísland bezt í heimi og kyngjum allt hvað af tekur.
Það skiptir mig engu hvar í flokki fólk stendur því þetta hefur ekkert með flokksdrætti að gera. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að á þingi sitji fólk sem hefur traust þjóðarinnar allrar og hefur sýnt heiðarleika í fyrri störfum sínum.
Ég undirrituð, Ísdrottningin, lýsi hér með yfir vantrausti á Árna johnsen til trúnaðarstarfa fyrir hönd þjóðarinnar og til setu á Alþingi Íslands.
Ég get ekki beðið lengur aðgerðarlaus og auglýsi því hér með eftir undirskriftalista í raunheimum þar sem ég og væntanlega aðrir geta skrifað undir slíka vantraustsyfirlýsingu í eigin nafni. Ég veit að ég er ekki sú eina sem ekki treysti manninum þrátt fyrir ,,uppreist æru" og við verðum að láta í okkur heyra.
Takk í bili
syfjaða en hreinskilna Ísdrottningin ykkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.5.2007 | 15:11
Allt er þegar þrennt er.
Gos er einfaldlega óhollt.
Fyrir utan að innihalda umdeilt sætuefni og skaðlegt rotvarnarefni þá eru fosföt í þeim sem eyða lífsnauðsynlegum málmsöltum úr líkamanum.
Ný rannsókn: Rotvarnarefni í gosdrykkjum gæti haft skaðleg áhrif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.5.2007 | 00:47
Ég veit nú ýmislegt um þau ósköpin.
Ég nota nefnilega ekki bílbelti... því enn hefur ekki verið hannað bílbelti sem hentar fyrir brjóstgóðar konur.
Þegar ég set á mig bílbelti er allt í góðu fyrstu mínúturnar en eftir svolitla stund er beltið runnið út fyrir brjóstin og herðir að hálsi mér svo að ég fæ þvílíka köfnunartilfinningu... og þá er hending hvort aðstæður eru þannig að ég geti snögghemlað til að rykkja helvítis beltinu frá hálsinum á mér og náð andanum án þess að valda tjóni.
Ég myndi gjarnan vilja nota bílbelti öryggisins vegna en eins og staðan er þá tel ég öruggara fyrir mig og ykkur hin að ég keyri án bílbeltis. Enn sem komið er hef ég ekki verið tekin af lögreglu fyrir að aka án bílbeltisins en sá dagur hlýtur að koma einhverntíman samkvæmt tölfræðinni og þá er spurningin þessi:
- Er ekki hægt að fá sérstaka undanþágu fyrir brjóstgóðar konur?
Kannski það bjargi einhverju að passa upp á að keyra alltaf í einhverju flegnu!
Góða nótt
Margir nota ekki bílbelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar