Færsluflokkur: Bloggar
18.4.2007 | 19:46
Rugl.
Íbúðarverð í dag er bara rugl.
Getur þetta haldið áfram svona?
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,4% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2007 | 23:08
Flott safn.
En hvað hefur bý með ævisparnaðinn að gera?
Stundum fara hlutirnir fyrir bí eins og í þessari grein...
Mér leiðast svona villur. Það vantar orðið um í fyrstu setninguna, það er ekki ypsilon í bí og síðasta setningin er illa þýdd, kalla eftir hvað!
Plássleysi hrjáir símamanninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 22:38
Og?
Hvað með pokann, náðist hann?
Hvað skyldi hafa verið í pokaskjattanum....
Konu kippt upp úr gjótu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 22:34
Skítt með það
hvort við þurfum nagla eða ekki. Það er alveg óþarfi af sömu leiðindapésunum að röfla sömu margtuggðu tugguna í hvert sinn sem minnst er á dekk.
Hins vegar er alveg öruggt að það á ALLS EKKI að aka um á bílum á nagladekkjum í Reykjavík eftir 15. apríl. Það er eðlilegt að lögregla út á landi haldi að sér höndum varðandi nagladekkjanotkun t.d. vegna aksturs á fjallvegum og rysjóttu tíðarfari en ekki í Reykjavík.
Við eigum beinlínis að rjúka upp til handa og fóta og kæra til lögreglu allan akstur á nagladekkjum í höfuðborginni eftir 15. apríl og fram að fyrstu snjóum að hausti.
Það er alla vega mín skoðun á málinu.
Tími nagladekkjanna er liðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 22:22
Viljum vita meira.
Kona föst í gjótu í brimgarðinum við Ánanaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 21:58
Kasparov
Kasparov færður til yfirheyrslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 21:36
Góður!
Árni Kóps lætur ekki að sér hæða, hann gerir það sem aðrir treysta sér ekki til.
Til hamingju Árni, Smári og félagar með góðan árangur eftir langa og stranga vinnutörn.
Wilson Muuga komið á flot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 21:03
Stephen King
Banvæn símaveira! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 20:52
Elskulegir menn í Afríku
Gaman að því hvað þeir virðast hafa mikinn áhuga á mér þarna úti í Afríku.
Fyrst fékk ég kurteisisleg bréf frá mr. James Reshma sem vinnur í Auditing and accounting department. Bank of Africa, Ouagadougou, Burkina Faso. (jamessreshma4@hotmail.fr)
James lýsir einlægum áhyggjum sínum af auðæfum hins látna mr. Hazim Ibrahim frá Elixandria Egypt en sá virðist hafa gerst svo óforskammaður að hafa látist, ásamt eiginkonu, barnlaus frá háum fjárhæðum (six million US dollars) og þar eð hann á enga ættingja þá fellur það á hendur mr. James Reshma að bjarga málunum. Hann ákvað því með leynd að fela mér málið sem ábyrgum erlendum aðila. Það eina sem ég þarf að gera er að lána honum bankareikninginn minn til að koma fénu úr landi og þá fæ ég 25% af því og er ég beðin um að hafa samband svo hægt sé að gefa mér nánari upplýsingar.
Næstur var mr. Bin Muda Bank of Africa, Ougadougou Burkina Faso (bin-muda221@hotmail.com) sem skrifar urgent attention needed. Hann ávarpar mig sem kæran vin og segir mér sorgarsögu um flugslys (vísar í síðu á BBC til staðfestingar) og 11,5 milljónir punda, hann býður mér reyndar betri kjör en Reshma eða 30% og biður mig um að hafa samband sem fyrst á mrbin.muda01@sify.com
Þá er komið að George Tete from the desk of George Tete, Bill and exchange manager, African Development Bank of Ouagadougou, Burkino Faso tf: 00226-78-02-61-52 Hann ávarpar mig einnig sem kæran vin, segir mér sorgarsögu um flugslys, vísar á sömu umfjöllum um flugslys hjá BBC og talar um 30 milljón US dollara, býður 30% en er svo elskulegur að ætla að heimsækja mig til að ganga frá skiptingu að loknum peningaflutningi. Hann vill að ég sendi sér strax síma og faxnúmer svo hann geti náð í mig og kveður með orðunum "Trusting to hear from you immediately"
Dr. Ali Ibrahim, African Development Bank, Ouagadougou, Burkina Faso (dr_aliibrahim26@hotmail.com) hefur sömu sögu að segja nema hvað hann skilur að ég sé hissa á því að hann skuli hafa samband við mig, um er að ræða flugslys, 15 milljónir og 30% Hann sendir mér nánari upplýsingar um leið og ég hef haft samband við hann og hann vonar að ég megi eiga góðan dag.
Idrisa Biko (idr_biko006@hotmail.com) ávarpar mig sem kæran vin og vonar að allt sé gott hjá mér og minni fjölskyldu. Hann er ekki með haus með nafni banka eins og hinir. Hann talar um fjölskyldu sem dó í flugslysi, 5,2 milljónir punda og 35% í minn hlut. Einnig talar hann um gull frá Burkina Faso, 335 kíló, 22 caröt, 93% hreinleika. Í lokin segir hann " I expect your urgent communication.
Að lokum er mr. Koutaba Jean. The Account/Audit Manager, Banque de habitat au Burkina Faso, Ouagadougou, Burkina Faso, tf +(226)76059159 Hann á nú fallegasta ávarpið finnst mér: "Dear beloved. I presumed that all is well with you and your family." Hann heldur svo áfram "Please let this not be a surprise proposal to you because I got your contant information from the international directory in few weeks ago before i decided to contact you on this magnitude and lucrative transaction for our future survival in life. Moreover, i have laid all the solemn trust in you before decided to disclose this successful & confidental transaction to you." Svo talar hann um flugslysið og 5,5 milljón dollara og 35 % ágóða mér til handa. Þessi á nú reyndar skemmtilegan kafla um að hann hafi verið svo heppinn að rekast á skjöl um hinn látna í geymslu í bankanum. Svo vill hann að sjálfsögðu heyra frá mér hið fyrsta...
Fyrsta Nígeríubréfið barst mér 22. mars, næsta kom 31. mars. Þann 3. apríl komu tvö í viðbót og enn komu tvö þann 4. apríl. Sem sagt 6 Nígeríubréf á tveimur vikum á hotmail netfangið mitt, eins og það hafi ekki verið nóg fékk ég svo sent 14. apríl: "Congratulations Dear lucky winner of national lottery" Sendandi er: "THE PROMOTION EMAIL LOTTERY AWARD COMITEE NATIONAL LOTTERY OF BURKINA FASO, AFFILIATE OF NAIONA LOTTERY UNITED KINGDOM AVENUE CHARLES DE GUILE, OUAGADOUGOU BURKINA FASO" en mailið er sent frá bf_lotowin05@hotmail.fr þó svo að áhrifameira netfangs sé getið í bréfinu.
Þeir virðast voða spenntir fyrir mér þessar afrísku elskur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2007 | 19:40
Sóðarnir okkar.
Hverjir skyldu það nú vera?
Jú, það eru börnin okkar.
Nú hneykslast einhver og segir ,,nei, börnin mín gera ekki svoleiðis" en ég skora á ykkur að fylgjast með börnum og unglingum nálægt sjoppum og bakaríum skólanna. Þau fara og kaupa sér sykurskammtinn sinn (sem oftar en ekki er eina næringin þeirra) og henda svo umbúðunum þar sem þau standa þegar þau taka síðasta bitann/sopann. Og af hverju ekki, hvernig eiga þau að læra og vita betur þegar þetta bitnar ekki á þeim sem sóðaskapnum valda?
Svo vaxa þessi börn úr grasi, fá bílpróf og geta þá dreift rusli mun víðar en áður, ekki viljum við að bíllinn fyllist af rusli, oj bara.
Þetta hefur viðgengist allt of lengi. Við búum í þjóðfélagi einnota hluta og það eru skilaboðin sem við höfum gefið börnunum okkar, þetta sjáum við t.d. glöggt á sumarhátíðunum þegar unga fólkið skilur eftir sig sviðna jörð, allt eyðilagt sem hægt er að eyðileggja, rusl allstaðar og heilu fjöllin skilin eftir af viðlegubúnaði. Af hverju að taka notað dót með heim þegar hægt er að kaupa nýtt fyrir næstu ferð?
Er ekki kominn tími á þegnskyldu í skólum landsins?
Jú, það þykir mér. Ég vil meina að við getum kennt börnunum okkar betri umgengni við umhverfið ef þau eru látin taka virkan þátt. Ég myndi vilja að komið yrði á í skólunum svokallaðri umhverfisgæslu þar sem krakkarnir eru látin tína upp rusl, sópa fyrir utan sjoppur eða verslanir, bletta yfir krot á veggjum og girðingum og þannig bæta það sem krakkarnir yfirleitt gera af sér í okkar umhverfi.
Þau myndu læra mjög fljótt að það borgar sig ekki að fleygja rusli, krota á veggi o.sv.fr. því þá er meira að gera fyrir þau í næsta umhverfisgæslutíma og þegar að því kemur að engin verkefni er að finna fyrir umhverfisgæsluna þá er frjáls tími í boði, video eða eitthvað annað sem þau hafa kosið sér í verðlaun. Þau yrðu passasamari um að aðrir gangi um þeirra umhverfi með virðingu. Ég held að það þurfi ekki að taka langan tíma að kenna börnum á þennan hátt að axla ábyrgð á eigin gerðum og nánasta umhverfi og það sem meira er ég held að slíkt sé mannbætandi og að auki gott veganesti út í lífið.
Takk fyrir mig.
Vorverkin hafin í Reykjavík; kostnaður við hreinsunarstörf eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar