Færsluflokkur: Bloggar

Mér er skemmt

[s]Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið[/s]
mbl.is Vekja athygli á heimsendi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótt að sjá

Þetta var ljótt að sjá þegar ég keyrði framhjá fyrr í kvöld, ég vona að meiðsl hafi ekki verið alvarleg.
mbl.is Harður árekstur á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En gaskútar?

Mikið væri nú indælt ef lögreglan fyndi gaskútana sem helvítis rumpulýðurinn stal frá mér.
mbl.is Verðmætt þýfi fannst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég var klukkuð af Ásu Hildi og hér eru mín svör:

Fjögur störf sem ég hef unnið við um ævina: 

  1. Kúa-rektor (og öll almenn sveitastörf)
  2. Steypubílstjóri (og fleiri atvinnubílstjórastörf)
  3. Matráðskona
  4. Bókhaldari

Fjórir staðir sem ég hef búið á um ævina:

  1. Reykjavík
  2. Ísafjörður
  3. Hellissandur
  4. Stokkhólmur

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

  1. Smokey and the bandit
  2. Harley Davidson and The Marlboro Man
  3. Every which way but loose
  4. Any which way you can (ég elska gamlar gamanmyndir)

Fjórir sjónvarpsþættir í uppáhaldi:

  1. Law and order
  2. C.S.I. (upprunalegu þættirnir).
  3. Medium
  4. Fræðsluþættir af ýmsu tagi

Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni:
(er ekki mikið fyrir að lesa aftur bækur sem ég hef lesið áður svo hér eru undantekningarnar:)

  1. Látum Psmith leysa vandann eftir P.G. Woodhouse (marglesin og alltaf jafn fyndin)
  2. Söngtextabækurnar mínar
  3. Íslandshandbókin bindi I og II
  4. Árbækur F.Í.

Matur sem er í uppáhaldi:

  1. Hangikjöt (heimareykt er best)
  2. Heimalöguð speltpizza
  3. Feitt ket af fjallalambi, klikkar aldrei.
  4. Klettasalat m/döðlum, sólþurrkuðum konfekttómötum og niðurskornu grænmeti.

Fjórar síður sem ég heimsæki daglega (f. utan bloggsíður):

  1. mbl.is
  2. ebay.com
  3. f4x4.is 
  4. google.is

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

  1. Hálendi Íslands
  2. Norðurlöndin
  3. Spánn
  4. USA

Fjórir staðir sem ég myndi vilja vera á núna:

  1. Á einhverjum af jöklum landsins.
  2. Á Gæsavatnaleið
  3. Á gömlum afskekktum sveitabæ (þarf að sjást til sjávar samt)
  4. Uppi í sveit, úti að ganga með hundinn (á hvorki sveit né hund)

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

  1. Zerogirl
  2. Kolgrímur
  3. Aðalöndin
  4. Rattati

 


Kíktu á torfæruna

Þeir voru ansi flottir sumir bílanna en hluti af fornbílahópnum leit við á torfærukeppninni sem haldin var í gær. 

Ég er alltaf veik fyrir fallegum fornbílum, jeppum og trukkum.  Ég var lengi Scaniu-stelpa en er hætt að trukkast, því miður.


mbl.is Fornbílarall að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eini plúsinn

Eini plúsinn sem ég sé við nýja veginn er að nú geta Reykvíkingar haldið áfram að tala um að fara Lyngdalsheiði en þeir virtust aldrei ná því að Gjábakkavegur lá ekki um Lyngdalsheiði heldur um Gjábakkaháls.

Reyndar veit ég að flestir heimamenn (a.m.k. þeir sem eiga börn á grunnskólaaldri) eru ánægðir með væntanlegan veg. 


mbl.is Byrjað á umdeildum vegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærðin?

Mér finnst vanta að sjá köngulóna við hlið einhvers viðmiðunarhlutar til að átta sig betur á stærð hennar. 


mbl.is Risakönguló í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekkir þú sanngirni?

Ef þeir hefðu alist upp við sanngirni, eðlilega siðferðiskennd og fengið hefðbundna skólagöngu hefðu þeir kannski verið betur í stakk búnir til að takast á við þessi mál og kunnað betur að fara með hvað er viðeigandi að opinbera og hvað ekki........en þá væru þeir ekki í þessum sporum, ekki satt?

Sorglegt mál frá upphafi til enda sem ekki sér fyrir enn. 

 


mbl.is Birt án samþykkis ráðuneytis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ísdrottningin hefur talað.

Höfundur

Ísdrottningin
Ísdrottningin

Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.

Eigir þú erindi við mig þá er netfangið:  isdrottningin@hotmail.com

Spurt er

Myndir þú fara á fjöll ef þú ættir jeppa?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Patrolinn minn
  • Paskar 2008 090
  • !cid_DSC00046
  • Ófært hvað.
  • Þorskurinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband