Færsluflokkur: Bloggar
27.2.2008 | 16:15
Veikindi og lestur
fer oft ágætlega saman en það er helst að hóstinn og snýturnar sem fylgja þessu hálsbólguveseni trufli við lesturinn, eins líka jú þegar veikindin bera mann ofurliði og maður dottar ofaní bókina.
Bókin að þessu sinni er Ekkjan eftir meistarann Stephen King.
Ekkjan er stór og mikil bók eins og flestar hans bækur eða heilar 506 blaðsíður samkvæmt blaðsíðutali. Hingað til hefur það ekki hrætt mig að fá í hendurnar þykkar bækur og þá sérstaklega bækur Stephens því þær hafa einfaldlega verið nógu spennandi til að gleðja mann aðeins lengur en þessar hefðbundnu sem sumar hafa eingöngu enst brot úr degi.
Að þessu sinni horfir öðru vísi við því að Ekkjan er einhver óaðgengilegasta bók sem ég hef lesið eftir Stephen King. Ég undirstrika orðið vegna þess að mér finnst það lýsa reynslu minni af byrjun bókarinnar einkar vel.
Í stað þess að lesa bókina allt til enda í einum rykk, lagði ég hana frá mér nokkrum sinnum í fyrri hlutanum en þrjóskan um eitthvað bitastæðara aftar í lesningunni rak mig áfram og leyfði mér ekki að gefast upp.
Bókin fjallar um Lisey, ekkju Scott Landons, rithöfundar sem deyr tveimur árum áður en bókin hefst. Í ættum Scotts liggur geðveiki sem í fyrstu er eingöngu ýjað að en tekur svo yfir í minningarferð þeirri sem við förum með ekkjunni aftur í tímann. Smám saman blandast svo geðveikin, fortíðin og nútíðin saman við raunveruleikann sem og ímyndaðan hliðarheim geðveikinnar.
Ég á enn eftir að lesa u.þ.b. 130 bls. svo það er enn ekki öll von úti en mér fannst ég ekki ná neinum tökum á bókinni fyrr en í seinni hlutanum, það hvarflaði meira að segja að mér framarlega í bókinni að hætta lestrinum en það hefur ekki gerst oft. Reyndar man ég ekki eftir nema þremur bókum, af þeim aragrúa bóka sem ég hef lesið, sem ég gafst upp á og lagði frá mér án þess að lesa til enda.
Ég hlakka nú samt til að ljúka lestri bókarinnar en ég vona að meistara hryllingsins takist betur að fanga athygli mína með gömlu góðu uppskriftinni að smá hryllingi, slatta af dulúð og mikilli spennu í næstu bókum sínum.
Jæja, nóg í bili.... Ég þarf að halda áfram að lesa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 02:40
Oft er viss í sinni sök sá er ekkert skilur.
Hávært tal er heimskra rök.
Hæst í tómu bylur,
oft er viss í sinni sök
sá er ekkert skilur
Eurobandið fer til Serbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.2.2008 | 18:20
Konudagur
Nú fer það ekki fram hjá neinum að konudagur nálgast ört, auglýsingar blasa við hvert sem litið er, rétt eins og allir ætli sér að græða á eymingjans kallgreyjunum sem vafalítið fá orð í eyra ef þeir eyða ekki formúu í konudagsblóm með gjöf og öllu tilheyrandi.
Ég verð að játa að ég er ekki hrifin af því að gera of mikið úr svona dögum...
Það eina sem að mig langar raunverulega í þennan dag er að vera vakin upp við ilmandi kaffilykt og fá smá kruður og kræsingar úr bakarínu með kaffinu en það er eitthvað sem er bara leyfilegt þennan eina dag á ári.
Flottust finnst mér samt ein vinkona mín sem fyrstu tvö árin fékk heljarinnar blómvendi frá sínum manni og blöskraði alveg bruðlið, enda hefði hún heldur vilja eyða þessum peningum sjálf.
Hún settist því niður með sínum manni og sagðist heldur vilja fá góðan drátt á konudaginn heldur en afskorin blóm sem hvort eð er dræpust á nokkrum dögum og ef hann vildi gera eitthvað alveg sérstakt fyrir sig mætti hann færa henni morgunmat í rúmið þennan eina dag á árinu.
Þetta varð að samkomulagi og á hverjum konudegi fer hún framúr södd og sæl (á fleiri en einn veg....) en gestum sýnir hún stolt flotta þurrkaða blómvöndinn sem hann gaf henni fyrir mörgum árum og stendur enn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.2.2008 | 21:51
Eldingar
Í þessum skrifuðu orðum höfum við hér í Breiðholtinu séð einar fjórar eldingar og var ein þeirra sýnu skýrust og fylgdi henni einskonar púff hljóð.
Ljós blikkuðu hressilega í smá tíma hér fyrr í kvöld en loguðu svo áfram og loga enn en kerti og vasaljós eru tilbúin til notkunar ef á þarf að halda.
Nú vantar bara rafmagnsleysi til að fullkomna kvöldið svo ég er að spá í að slökkva bara ljósin og setjast niður með börnunum og rifja upp skemmtilegar stundir í rafmagnsleysinu í "gamla daga".
Ég elska óveður næstum eins mikið og snjóinn.
Alls ekki að vera á ferðinni að nauðsynjalausu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.2.2008 | 18:18
Leitt að heyra
Það þykir mér afar leitt að heyra. Ég er með "100% feedback" eins og það heitir hjá þeim og hef fengið mörg falleg "comment" frá seljendum þeirra rúmlega eitthundrað hluta sem ég hef keypt/unnið í eBay viðskiptum mínum.
Þetta eina skipti sem ég var ósátt lét ég seljanda vita af því og að ég myndi gefa honum neikvætt "feedback" í kjölfarið. Hann brást strax við og bætti úr svo að við gengum bæði sátt frá þeim kaupum.
Neikvæðar umsagnir bannaðar á eBay | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2008 | 14:19
Veginum er lokaður?
Veginum um Eyrarhlíð, milli Ísafjarðar og Hnífsdals, er einnig lokaður vegna snjóflóðs
Snjóflóð á Súðavíkurhlíðarveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 18:22
Það skemmtilegasta sem ég veit.
Er vetur með vetrarveðri einmitt eins og nú er. Ég er búin að skemmta mér svo vel í dag
Ég sótti lítinn fólksbíl á sumardekkjum og fór á honum í vinnuna í morgun. Fór svo upp í efra Breiðholt, inn á stórt bílaplan þar sem menn höfðu verið að festa sig þvers og kruss, gegnum það allt saman og að kafsnjóuðum bílskúr að sækja dekk sem áttu að fara undir bílinn. Ég skemmti mér konunglega við að komast þetta og ekki skemmdi það heldur fyrir að einhverjir skóflukarlar stoppuðu og fóru að fylgjast með mér hristandi hausinn. Nokkrum sinnum leit út fyrir festu og þá glottu þeir þessu "ég vissi það" brosi en alltaf tók ég hann uppúr aftur og þegar ég var komin að bílskúrnum létu þeir sig hverfa frekar lúpulegir...
Eftir að hafa leikið mér heilan helling á bílnum í snjónum skipti ég um dekk undir honum svo nú verður hann í fínu lagi fyrir eigandann þegar honum þóknast að koma frá Spáni.
Ef prinsessan væri ekki með hita og hálsbólgu væri ég trúlega enn úti að keyra í snjónum en ég skelli mér í góðan göngutúr í staðinn á eftir.
--------
Ég var að rifja svolítið upp í morgun.
Einu sinni var ég að þvælast eitthvað hérna í bænum að vetrarlagi, ég var trúlega eitthvað um 11 ára gömul, þá var allt á kafi í snjó og allir fastir allstaðar í því hverfi. Ég smalaði saman her af púkum og við vorum í því að ýta bílum út af bílastæðinu og upp úr sköflunum og hvar sem þeir nú gátu fest sig. Við stjórnuðum alveg umferðinni um svæðið því færðin var þannig að fólkið var eiginlega upp á okkur komið en það sem ég man best er að sumum var varla hægt að hjálpa, þeir gáfu allt í botn, spóluðu bara og virtust ekki hafa neina tilfinningu fyrir bílnum. Ég man að ég var að segja fólki til, hvenær það ætti að gefa inn, hvenær að leggja á hann og þessháttar. Ég, barnið benti fjölda fólks á að passa að láta bílinn ekki spóla "um leið og bíllinn spólar ert þú ekki lengur við stjórn" Það sem að mér þykir skrýtnast er að ég man ekki til þess að nokkur móðgaðist eða segði eitthvað um að ég hefði ekki vit á þessu... En ég var bara krakki og finnst því ótrúlegt að hugsa til baka til þessa.
Einu sinni Ísdrottning, ávallt Ísdrottning...
Ófærð í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2008 | 13:41
Gatið
Já, það er nú svo að Hamarsgatið svokallaða er bara alls ekki á Súðavíkurhlíð.
Þessi fyrstu jarðgöng Íslands heita Arnardalshamar enda í Arnarneshlíð en hvortveggja tilheyrir Arnardal.
Viðbót: Arnardalur þessi er sá sem Arnardalsætt hin mikla er frá.
Þrjú snjóflóð í Súðavíkurhlíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 8.2.2008 kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 01:29
Ég vona að hún braggist fljótt og vel.
Ég heyrði fréttirnar í útvarpinu og í huga mér skaut upp mynd af dóttur minni að leika sér í snjónum, ég verð að játa að þá táraðist ég. Já, þau eru mörg vítin að varast og hætturnar margar.
Ég vona að stúlkan jafni sig hið fyrsta sem og móðirin því þeim hlýtur að vera illa brugðið eftir slíka lífsreynslu.
Stúlka hætt komin þegar snjóhengja féll af þaki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2008 | 14:00
Reglur skipta meginmáli.
Á mínu heimili eru greinilega strangari reglur hvað tölvur varðar en víðast hvar.
Hér gildir sú meginregla að skjáguðinn skuli ekki tignaður meira en 1 klst. á dag, með þeirri einu undantekningu sem snýr að heimanámi.
Þetta gildir jafnt um pc tölvuna og leikjatölvurnar og er jafnan eldhúsmella til taks svo tímamörk séu haldin.
Ósætti vegna tölvunotkunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Um bloggið
Ísdrottningin hefur talað.
Spurt er
Bloggvinir
- asthildurcesil
- bardurorn
- blues
- disill
- dvergur
- ea
- eurovision
- eyvi
- fanneyunnur
- gattin
- geirg
- gretar-petur
- hallurg
- heidathord
- hexia
- hrannarb
- ingolfurasgeirjohannesson
- kaffi
- kolgrimur
- krilli
- landi
- limped
- nonniblogg
- olafurfa
- ormurormur
- pannan
- ragnarborg
- rattati
- saxi
- sibbulina
- sigurjon
- texi
- tharfagreinir
- valgeir
- vefritid
- vertu
- villithor
- zerogirl
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 996
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar